Með bros á vör
Þjónusta
Allar almennar tannlækningar
Við bjóðum upp á allar almennar tannlækningar þar sem við leggjum áherslu á heildstæðar meðferðir með tilliti til óska og meðferðarþarfa hvers og eins.
Hægt er að breyta brosi mikið með léttum tannréttingum, plastfyllingum og/eða postulínsfyllingum. Stundum er nauðsynlegt að samtvinna þessar meðferðir til að útkoman verði sem best.
Grunnur að öllum meðferðum er ítarleg skoðun og mat á tönnum og tannvegi. Nauðsynlegt er að tennur og tannvegir séu heilbrigð áður en farið er í frekari meðferðir.
- Allar almennar tannlækningar
- Invisalign, léttar tannréttingameðferðir
- Implönt
- Postulínsuppbyggingar á implönt og eigin tennur
- Heilgóma- og partasmíði
- Fegrunartannlækningar
- Tannlækningar barna
Þessi listi er ekki tæmandi, ef spurningar vakna um meðferðarmöguleika hvetjum við ykkur til að hafa samband.